Fara í efni
Íþróttir

Halldór Jóhann stýrir Barein á HM

Halldór Jóhann Sigfússon. Mynd af heimasíðu Selfyssinga.
Halldór Jóhann Sigfússon. Mynd af heimasíðu Selfyssinga.

Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfossliðsins í handbolta, hefur verið ráðinn þjálfari landsliðs Barein og stýrir því á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Egyptalandi í janúar. Þetta kemur fram á vefsíðunni handbolti.is í morgun.

Ráðningu Halldórs bar brátt að. Þjóðverji sem tók við starfinu af Aroni Kristjánssyni í haust hætti á dögunum og forráðamenn handboltamála í Barein þekkja vel til Akureyringsins Halldórs Jóhanns því hann stjórnaði landsliði 20 ára og yngri í þessu eyríki í Persaflóa í skamman tíma.

Halldór Jóhann er Akureyringur og lék lengi með KA áður en hann hleypti heimdraganum.

Frétt handbolti.is í heild er hér