Fara í efni
Íþróttir

Fyrstu mörk leikmanns Þórs á HM í handbolta

Fyrstu mörk leikmanns Þórs á HM í handbolta

Kostadin Petrov, línumaðurinn öflugi í handboltaliði Þórs, gerði fjögur mörk í gærkvöldi fyrir Norður-Makedóníu í tapleik (39:27) gegn Noregi á heimsmeistaramótinu. Þjóðirnar leika í F-riðli í pólsku borginni Kraká.

Þetta er í fyrsta skipti sem leikmaður Þórs skorar á heimsmeistaramóti í handbolta; Þórsararnir sem áður hafa skorað á HM voru þá leikmenn annarra félaga.

Þess má einnig geta að örvhenta skyttan Tomislav Jagurinoski, sem lék með Þórsliðinu síðastliðinn vetur, gerði eitt mark fyrir Norður-Makedóníu í gærkvöldi.