Fara í efni
Íþróttir

Fyrsti heimaleikur KA í handboltanum

Bjarni Ófeigur Valdimarsson var markahæstur KA-manna á Selfossi í fyrstu umferðinni. Mynd: Skapti Hallgrímsson

Fyrsti leikur karlaliðs KA í efstu deild Íslandsmótsins í handbolta, Olísdeildinni, er á dagskrá í kvöld þegar Haukar koma í heimsókn. Leikurinn er í 2. umferð deildarinnar, KA-strákarnir hófu keppni um síðustu helgi með þriggja marka sigri á liði Selfoss á útivelli, 33:30.

  • Olísdeild karla í handknattleik
    KA-heimilið kl. 19
    KA - Haukar

Haukar enduðu í 5. sæti deildarinnar í fyrra og er spáð 2. sætinu í ár. Haukar unnu báðar viðureignir þessara liða í Olísdeildinni síðasta vetur, 38:31 á Ásvöllum og 34:26 á Akureyri.