Fara í efni
Íþróttir

Fótboltaveislan mikla að baki - MYNDIR

Þórsarinn Fannar Heimisson skorar gegn Aftureldingu í vítaspyrnukepninni í úrslitaleik A-liðanna. Lj…
Þórsarinn Fannar Heimisson skorar gegn Aftureldingu í vítaspyrnukepninni í úrslitaleik A-liðanna. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Frábærri fótboltaveislu KA-manna, N1-mótinu fyrir 5. flokk drengja, lauk um kvöldmatarleytið í gær með úrslitaleikjum. Mótið tókst einstaklega vel, enda annað varla hægt í því frábæra veðri sem Akureyringar og fjölmargir gestir þeirra nutu alla mótsdagana, frá miðvikudegi. Mótið hefur aldrei verið fjölmennara; keppendur voru að þessu sinni 2.150 og liðin 215.

  • A deild – argentínska deildin: Afturelding sigraði Þór 3:2 eftir vítaspyrnukeppni í úrslitaleik, en staðan var 1:1 eftir venjulegan leiktíma.
  • B deild – sú brasilíska, KA vann Fjölni 5:0 í úrslitaleik.
  • C deild – kennd við Chile: Grindavík vann ÍR 1:0 í úrslitaleik.
  • D deild – danska deildin: Breiðablik lagði ÍA 3:1 í úrslitaleik.
  • E deild – enska deildin: Sindri/Neisti vann Val 2:1 í úrslitaleik.
  • F deild – franska deildin: Álftanes sigraði Keflavík 3:0 í úrslitaleik.
  • G deild – gríska deildin:  Stjarnan lagði FH 4:3 í úrslitaleik.
  • H deild – hollenska deildin: HK sigraði Þór 3:1 í úrslitaleik.
  • Í deild – íslenska deildin: Víkingur vann Stjörnuna 2:1 í úrslitaleik.