Fara í efni
Íþróttir

Flott mark Arons en Al-Arabi tapaði

Flott mark Arons en Al-Arabi tapaði

Aron Einar Gunnarsson gerði glæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í gær fyrir Al-Arabi í katörsku deildarkeppninni í fótbolta. Það dugði þó ekki til, topplið Al-Sadd var þegar komið í 2:0 þegar Aron minnnkaði muninn og leiknum lauk 3:1. 

Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar, fyrrverandi landsliðsþjálfara, í Al-Arabi hafa byrjað leiktíðina illa. Þeir eru aðeins með fimm stig eftir fyrstu sex leikina.

Glæsilegt mark Arons Einars má sjá hér