Fara í efni
Íþróttir

Elfar tryggði KA sigur í fyrsta leiknum

Elfar Árni Aðalsteinsson með knöttinn í leiknum á Dalvík í kvöld. Hann gerði eina markið. Ljósmynd: …
Elfar Árni Aðalsteinsson með knöttinn í leiknum á Dalvík í kvöld. Hann gerði eina markið. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.

Elfar Árni Aðalsteinsson tryggði KA sigur og þrjú stig í fyrsta leik liðsins í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu í kvöld. KA tók á móti Leikni á Dalvíkurvelli og sigraði 1:0. Elfar Árni skallaði í netið á 54. mín. eftir fyrirgjöf Ásgeirs Sigurgeirssonar.

Akureyri.net var ekki á staðnum en miðað við frásögn annarra fjölmiðla var leikurinn ekki mikið fyrir augað. Stigin þrjú eru þó að sjálfsögðu það eina sem skiptir máli þegar upp er staðið. Staðan á leikmannahópi KA er ekki eins og best verður á kosið þessa dagana, eins og fram kom í samtali við Arnar Grétarsson, þjálfara liðsins, á Akureyri.net fyrr í dag og því dýrmætt að næla í stig þótt liðið nái ekki að sýna sínar bestu hliðar.

Smellið hér til að sjá leikskýrsluna

Smellið hér til að sjá umfjöllun mbl.is

Smellið hér til að sjá umfjöllun fotbolti.net

Hart barist í leiknum á Dalvík í kvöld. Ljósmynd: Þórir Tryggvason.