Fara í efni
Íþróttir

Ein með öllu – hvað er á dagskrá í dag?

Fjölskylduhátíðin Ein með öllu hefst í dag. Hér fylgir yfirlit yfir dagskrána á hátíðinni og aðra viðburði í bænum – Akureyri.net birtir lista sem þennan aftur að morgni laugardags og sunnudags.

DAGSKRÁIN Í DAG, FÖSTUDAG

Miðbærinn

  • 13:00 - Markaðsstemning á Ráðhústorgi, sölubásar og matarvagnar.
  • 17:00 - Vamos Versló fest – hinir ýmsu DJ-ar halda stuðinu gangandi í miðbænum.

Kjarnaskógur

  • 16:00 - Krakkahlaup Súlur Vertical - Frítt fyrir krakka í boði 66°N, Kjarnafæðis og Ölgerðarinnar. Meiri upplýsingar hér.

Akureyrarvöllur

  • 12:00 - 23:30 - Tvö tívolí á Akureyrarvellinum – Tvær mismunandi miðasölur.

Akureyrarkirkja

  • 20:00 - Óskalagatónleikar Óskars Péturssonar, Ívars Helgasonar og Eyþórs Inga Jónssonar. – Miðasala við innganginn. Kirkjan opnar kl. 19:00, gott að mæta tímanlega. Hlekkur á viðburðinn á Facebook. 

Græni hatturinn

 

Óskalagatónleikarnir hafa verið vinsælir undanfarin ár, og búast má við húsfylli í Akureyrarkirkju. Krakkahlaup Súlur Vertical er haldið í Kjarnaskógi og orkuboltar af yngri kynslóðinni láta sig ekki vanta. Mynd úr krakkahlaupi: Skapti Hallgrímsson.

 

Opnunartími safna í dag:

  • Listasafnið á Akureyri - 10-17
  • Safnasafnið - 10-17
  • Minjasafnið - 11-17
    • Gamli bærinn í Laufási - 11-17
    • Nonnahús - 11-17
    • Leikfangasafnið í Friðbjarnarhúsi - 11-17
    • Iðnaðarsafnið - 11-17
    • Davíðshús - 13-17 (leiðsögn kl. 16.00)
    • Smámunasafnið - 13-17
  • Flóra - Menningarhús í Sigurhæðum - 9-17
  • Flugsafn Íslands - 11-17
  • Mótorhjólasafn Íslands - 13-17
  • Amtsbókasafnið - 8:15-19 (lokað laugardag og sunnudag)
  • Ævintýragarðurinn í Oddeyrargötu 17 - 10-20

Yfirstandandi listasýningar: