Fara í efni
Íþróttir

Daníel Hafsteinsson snýr aftur til KA

Daníel Hafsteinsson fagnar eftir að hann skoraði fyrir KA gegn ÍBV sumarið 2019. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Daníel Hafsteinsson hefur gert þriggja ára samning við knattspyrnudeild KA. Hann kemur frá Helsinborg í Svíþjóð. Frá þessu var greint á heimasíðu KA rétt í þessu.

Daníel er uppalinn í KA og spilaði 45 leiki í deild og bikar fyrir félagið, og skoraði 5 mörk, áður en hann gekk til liðs við Helginsborg í Svíþjóð eftir sumarið 2019. Á síðasta tímabili lék hann á láni hjá FH og þar sem hann spilaði 11 leiki og gerði 3 mörk.

Daníel hefur spilað 19 landsleiki með yngri landsliðum Íslands og næsta víst að þessi 21 árs, snjalli miðjumaður, verður frábær viðbót við KA-liðið. KA náði samkomulagi við Helsingborg um félagaskipti Daníels heim í KA og er hann væntanlegur norður á Akureyri strax á mánudaginn.