Fara í efni
Íþróttir

Brynjar Ingi og Daníel í æfingahópi U-21

Brynjar Ingi Bjarnason og Daníel Hafsteinsson. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson.

KA-mennirnir Brynjar Ingi Bjarnason og Daníel Hafsteinsson eru í 26 manna æfingahópi sem Davíð Snorri Jónasson, þjálfari landsliðs 21 árs og yngri í fótbolta, kynnti í dag vegna æfinga 3. og 4. mars.

Landsliðið leikur í úrslitakeppni Evrópumótsins í mars, þar sem Ísland er í riðli með Rússlandi, Frakklandi og Danmörku. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram í átta liða úrslit, sem fara fram í júní ásamt undanúrslitum og úrslitum. Mótið fer fram í Slóveníu og Ungverjalandi, en allir leikir Íslands í riðlinum í næsta mánuði verða í Györ í Ungverjalandi.

Daníel á 11 leiki að baki með U21 liðinu en Brynjar Ingi engan. Hópurinn sem kynntur var í dag er eingöngu skipaður leikmönnum sem spila með íslenskum félögum. Um tuttugu Íslendingar, sem koma til greina í landsliðið, leika sem atvinnumenn erlendis þannig að ólíklegt er að margir úr æfingahópnum verði í endanlegum hópi.