Fara í efni
Íþróttir

Brunað og stokkið á sleðum – MYNDIR

Keppendur í Pro Lite flokknum í fyrstu beygju brautarinnar. Ljósmyndir: Svavar Ingi.

Fyrst umferð Íslandsmótsins í snjókrossi – snocross – fór fram á Ólafsfirði á laugardag, eins og Akureyri.net greindi stuttlega frá í gær. Akureyringar, sem voru fjölmennastir, gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í öllum fjórum flokkum.

Úrslit urðu þessi:

  • Unglingaflokkur – Alex Þór Einarsson sigraði örugglega, Frímann Geir Ingólfsson varð annar og Sigurður Bjarnason þriðji.
  • Sport flokkur – Snæþór Ingi Jósepsson sigraði, Kolbeinn Þór Finnsson varð annar og Alex Þór Einarson þriðji, sá hinn sami og sigraði í unglingaflokki
  • Pro Lite flokkur – Kristófer Daníelsson sigraði örugglega, Guðbjartur Magnússon varð annar og Ármann Örn Sigursteinsson þriðji.
  • Pro Open flokkur – Bjarki Sigurðsson sigraði af öryggi, Einar Sigurðsson varð annar og Jónas Stefánsson þriðji.

Vélsleðakapparnir reyna fimm sinnum með sér í mótaröðinni; næsta keppni verður 12. mars við Mývatn, þá keppa þeir 26. mars á Sauðárkróki, 9. apríl á Akureyri og loks 23. apríl á Egilsstöðum.

Bjarki Sigurðsson, sigurvegari í flokki þeirra bestu, Pro Open flokki.

Pro open flokkur, frá vinstri: Einar Sigurðsson (2), Bjarki Sigurðsson (1) og Jónas Stefánsson (3).

Pro Lite flokkur, frá vinstri: Guðbjartur Magnússon (2), Kristófer Daníelsson (1) og Jónas Stefánsson (3).

Sport flokkur, frá vinstri: Kolbeinn Þór Finnsson (2), Snæþór Ingi Jósepsson (1) og Alex Þór Einarsson (3).

Unglingaflokkur, frá vinstri: Sigurður Bjarnason (3), Alex Þór Einarsson (1) og Frímann Geir Ingólfsson (2).

Keppendur í Pro Open flokki í fyrstu beygjunni; Ívar Halldórsson, Einar Sigurðsson og Jónas Stefánsson.

Ívar Már Halldórsson keppandi í Pro Open flokknum.

Sport flokkurinn; fremstir Kolbeinn Þór Finnsson og Snæþór Ingi Jósepsson, sem sigraði.

Pro Lite flokkurinn; Kristófer Daníelsson og Axel Þórhallsson fremstir fyrir miðju.

Pro Lite flokkur; Kristófer Finnsson og Einar Gunnlaugsson.

Geee Machine frá Akureyri, sem sigraði í liðakeppninni.