Fara í efni
Íþróttir

Hestöflin hvergi spöruð þegar vélsleðakappar börðust um bikarmótssigur

Baldvin Gunnarsson á flugi á leið sinni til sigurs í Pro Open flokki, þar sem bestu kapparnir reyndu með sér. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson

Hestöflin voru ekki spöruð í gærkvöldi á bikarmóti í snjókrossi - snocross - sem fjöldi vélsleðkappa tók þátt í á Akureyrarvellinum í miðbænum. Verktakar fluttu gríðarlegt magn af snjó á völlinn í vikunni, úr honum var gerð skemmtileg braut þar sem keppt var í nokkrum flokkum.

Mikið var lagt í verkið, fyrir utan krefjandi brautir höfðu verið sett upp ljós sem settu skemmtilegan svip á aðstæður um kvöldið þegar úrslitin fóru fram. Fyrirkomulagið var annað en notast er við í keppni á Íslandsmótaröðinni; í gær kepptu allir flokkar í undanrásum um sexleytið og þeir bestu unnu sér þátttöku í úrslitunum sem hófust klukkan 21.00. Þá var farið að rökkva og aðstæður voru flottar í upplýstri keppnisbrautinni og margir áhorfendur skemmtu sér vel. 

Svo fór að Baldvin Gunnarsson frá Akureyri sigraði í úrslitum í flokki þeirra bestu, Pro Open, með glæsilegum akstri.

Meira frá keppninni síðar

Baldvin Gunnarsson á fleygiferð í brautinni. Fyrsta skemmtiferðarskip sumarsins - Bolette - í fjarska; ef vil till fylgdust einhverjir af 1400 farþegum eða úr 600 manna áhöfn með tilþrifunum á Akureryrarflugvelli eða nutu hugsanlega bara „tónlistarinnar“ á skipsfjöl sem hestöflin öll „sungu“ á Akureyrarvelli.

Baldvin Gunnarsson, sem sigraði í Pro Open flokki þeirra bestu prjónaði framhjá áhorfendastúkunni af fögnuði í sigurhringnum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
_ _ _