Fara í efni
Íþróttir

Blakmenn KA sigruðu Fylki í Árbænum

Blakmenn KA sigruðu Fylki í Árbænum

KA sigraði Fylki í Mizunodeild karla í blaki í kvöld í Árbænum, 3:1. KA lék án þeirra Miguel Mateo Castrillo og Arnars Más Sigurðarsonar en þess í stað fengu yngri leikmenn að spreyta sig og þeir stóðu fyrir sínu, að því er segir á heimasíðu KA.

Fylkismenn byrjuðu betur og höfðu forystu fram af fyrstu hrinu en KA strákarnir unnu þó nokkuð þægilega, 25:20. KA vann einnig aðra hrinuna, 25:18, en Fylkismenn þá þriðju, 25:16, eftir að KA-menn höfðu náð góðri forystu í upphafi. Fjórða hrinan var mjög spennandi en eftir upphækkun vann KA 29:27 og þar með leikinn.

Smellið HÉR til að lesa nánar um leikinn á heimasíðu KA