Íþróttir
														
Birkir til Adana Demirspor í Tyrklandi
											
									
		13.08.2021 kl. 12:24
		
							
				
			
			
		
											
											Demirspor tilkynnti um samninginn við Birki Bjarnason á Twitter reikningi félagsins í gær.
									Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason hefur samið til tveggja ára við tyrkneska knattspyrnufélagið Demirspor í borginni Adana í suður hluta landsins. Félagið vann tyrknesku B-deildina í vor og leikur því í efstu deild í vetur. Fyrsta leikur Demirspor í deildinni verður á sunnudaginn þegar það mætir stórliði Fenerbahce.
Birkir, sem er 33 ára, var síðast á mála hjá ítalska liðinu Brescia. Hann átti í viðræðum við Demirspor fyrr í sumar en ekki varð af samningi þá. Á meðal samherja Birkis hjá tyrkneska félaginu verður ítalski framherjinn litríki, Mario Balotelli.
