Fara í efni
Íþróttir

Bæði SA-liðin með eins marks sigur

Leikmenn SA fagna í leikslok eftir enn einn sigur liðsins, nú gegn Fjölni í Skautahöllinni á Akureyri í dag. Skjáskot úr útsendingu SA TV á YouTube.

Hokkílið Skautafélags Akureyrar léku bæði í Hertz-deildunum í dag. Kvennaliðið vann eins marks sigur á Fjölni í Skautahöllinni á Akureyri. Karlalið SA mætti liði Skautafélags Akureyrar í Laugardalnum í miklum markaleik og vann að lokum eins marks sigur.

Eins marks sigur SA-kvenna

Kvennalið SA fékk lið Fjölnis í heimsókn norður og náði að kreista fram eins marks sigur. SA náði forystunni með marki Ragnheiðar Ragnarsdóttur í fyrsta leikhluta, en gestirnir jöfnuðu á lokasekúndum annars leikhluta, 1-1. Úrslitamarkið kom þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir af leiknum þegar Kolbrún Björnsdóttir kom SA í 2-1.

SA - Fjölnir 2-1 (1-0, 0-1, 1-0)

  • 1-0 Ragnheiður Ragnarsdóttir (12:18). Stoðsending: Ragnhildur Kjartansdóttir.
  • 1-1 Laura Murphy (39:42). Stoðsending: Elísa Dís Sigfinnsdóttir, Teresa Snorradóttir.
  • 2-1 Kolbrún Björnsdóttir (57:56). Stoðsending: María Eiríksdóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir.

Shawlee Gaudreault varði 25 skot í marki SA, eða 96,15% þeirra skota sem á markið komu. Karitas Halldórsdóttir varði 41 skot í marki Fjölnis, eða 95,35% af þeim skotum sem hún fékk á sig.

SA er áfram á toppi Hertz-deildar kvenna með afgerandi forystu á hin liðin, 24 stig úr níu leikjum. Sjölnir er með níu stig og SR án stiga.

Upptöku af leiknum má finna á YouTube-rásinni SA TV:

Markaveisla í Laugardalnum

Það var markaveisla í Laugardalnum þegar karlalið SA mætti liði SR í dag. SR komst tvisvar yfir í fyrsta leikhlutanum, en SA jafnaði og komst yfir. SR ingar jöfnuðu tvívegis í öðrum leikhluta og náðu forystunni áður en honum lauk, 5-4. Með þremur mörkum í þriðja leikhlutanum komst SA í tveggja marka forystu, en SR-ingar gáfust ekki upp, tóku markmanninn út af og voru því í yfirtölu úti á svellinu. Þannig minnkuðu þeir muninn í eitt mark þegar rúm ein og hálf mínúta var eftir, en Akureyringar héldu út og unnu eins marks sigur að lokum.

Akureyringar eru því áfram með fullt hús á toppi Hertz-deildarinnar, hafa unnið alla níu leiki sína það sem af er tímabilinu. 

SR - SA 6-7 (2-3, 3-1, 1-3)

  • 1-0 Styrmir Maack (00:46). Stoðsending: Petr Stepanek, Filip Krzak.
  • 1-1 Unnar Hafberg Rúnarsson (02:44). Stoðsending: Andri Freyr Sverrisson.
  • 2-1 Filip Krzak (06:20). Stoðsending: Petr Stepanek.
  • 2-2 Matthías Stefánsson (12:35). Stoðsending: Ágúst Máni Ágústsson, Arnar Helgi Kristjánsson.
  • 2-3 Andri Már Mikaelsson (13:29). Stoðsending: Orri Blöndal, Jóhann Már Leifsson.
    - - -
  • 3-3 Felix Sareklev Dahlstedt (21:12). Stoðsdending: Filip Krzak, Petr Stepanek.
  • 3-4 Uni Steinn Blöndal Sigurðarson. (24:16). Stoðsending Jóhann Már Leifsson, Orri Blöndal.
  • 4-4 Kári Arnarsson (30:28). Stoðsending: Petr Stepanek, Filip Krzak.
  • 5-4 Ólafur Björnsson (36:26).
    - - -
  • 5-5 Róbert Máni Hafberg (50:47). Stoðsending: Arnar Helgi Kristjánsson, Uni Steinn Blöndal Sigurðarson.
  • 5-6 Andri Freyr Sverrisson (53:10). Stoðsending: Arnar Helgi Kristjánsson.
  • 5-7 Orri Blöndal (56:07).
  • 6-7 Filip Krzak (58:27). Stoðsending: Kári Arnarsson.

Róbert Andri Steingrímsson varði 32 skot í marki SA, sem er 82,05% þeirra skota sem hann fékk á sig. Atli Valdimarsson varði 34 skot í marki SR, eða 85%.

Upptöku af leiknum má sjá á YouTube-rás Íshokkísambands Íslands.