Fara í efni
Íþróttir

Auðveldustu stig Alfreðs á ferlinum!

Alfreð Gíslason og Halldór Jóhann Sigfússon.

KA-mennirnir tveir á HM í handbolta í Egyptalandi áttu báðir að vera í eldlínunni í dag, Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Þýskalandi gegn Grænhöfðaeyjum og lið Bahrein, undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar, á að spila við Argentínu.

Leikur Bahrein og Argentínu hefst klukkan 19 en Alfreð og hans menn fengu tvö stig í morgungjöf - og 10:0 sigur skráðan - þar sem lið Grænhöfðaeyja varð að gefa leikinn. Aðeins níu leikmenn eyjaskeggja eru leikfærir, allir hinir smitaðir af kórónuveirunni. Samkvæmt reglum HM verða að minnsta kosti 10 að vera leikfærir og því fór sem fór.