Fara í efni
Íþróttir

Atli Sveinn ráðinn afreksþjálfari KA

Mynd af heimasíðu KA

Atli Sveinn Þórarinsson, fyrrverandi fyrirliði knattspyrnuliðs KA, er snúinn aftur á heimaslóðir og hefur verið ráðinn afreksþjálfari knattspyrnudeildar félagsins. Atli spilaði á sínum tíma 119 deildar- og bikarleiki með KA.

Atli Sveinn mun stýra afreksstarfi knattspyrnudeildar KA þar sem hann mun sinna afreksmálum yngri leikmanna auk þess að koma að þjálfun hjá meistaraflokki og 2. flokki félagsins. 

„Sumarið 1996 lék Atli Sveinn sinn fyrsta meistaraflokksleik fyrir KA, þá aðeins 16 ára gamall. Hann sýndi strax mikla leiðtogahæfileika og sló í gegn með liði KA sem endaði með því að hann gekk í raðir Örgryte í Svíþjóð árið 2000,“ segir í tilkynningu á heimasíðu KA í morgun. Atli Sveinn var í fjögur ár hjá Örgryte, hann lék sumarið 2004 með KA á ný en var síðan á mála hjá Val frá 2005 til 2012. Atli Sveinn lék aftur með KA frá 2013 til 2015 en varð þá að leggja skóna á hilluna eftir erfið höfuðmeiðsli.

Nánar hér á heimasíðu KA