Fara í efni
Íþróttir

5.000 atkvæði: L-listinn fær 3, Flokkur fólksins kemst inn, Samfylking og Sjálfstæðisflokkur tapa manni

Rýnt í fyrstu tölur strax eftir að þær voru lesnar upp hjá yfirkjörstjórn í Verkmenntaskólanum. Frá vinstri: Heimir Örn Árnason, Brynjólfur Ingvarsson, Ásgeir Ólafsson Lie og Gunnar Líndal Sigurðsson. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Búið er að telja 5.000 atkvæði í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri og samkvæmt þeim bætir L-listinn við sig manni og fengi þrjá bæjarfulltrúa, Flokkur fólksins, sem býður fram í fyrsta skipti, fengi einn bæjarfulltrúa en bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin missa mann úr bæjarstjórn skv. þessum tölum.

Eftir að 5.000 atkvæði hafa verið talin er staðan þessi:

    • L-listinn 954 atkvæði – 19,8%3 bæjarfulltrúar
    • Framsókn 842 atkvæði – 17,5%2 bæjarfulltrúar
    • Sjálfstæðisflokkur 816 atkvæði – 16,9%2 bæjarfulltrúar
    • Flokkur fólksins 626 atkvæði –13,0%1 bæjarfulltrúi
    • Samfylkingin 549 atkvæði – 11,4%1 bæjarfulltrúi
    • Miðflokkurinn 372 atkvæði – 7,7%1 bæjarfulltrúi
    • Vinstri grænir 327 atkvæði – 6,8%1 bæjarfulltrúi
    • Kattaframboðið 198 – 4,1% – enginn bæjarfulltrúi
    • Píratar 141 atkvæði – 2,9% – enginn bæjarfulltrúi

Fyrstu tölur voru lesnar upp fyrir miðnætti eftir að 2.000 atkvæði höfðu verið talin og þá var skipting bæjarfulltrúa á milli framboðanna eins.

Eftir fyrstu tölur var staðan þessi:

  • L-listinn 20,2% - 3 bæjarfulltrúar
  • Framsóknarflokkur 18,2% - 2 bæjarfulltrúar
  • Sjálfstæðisflokkur 17,6% - 2 bæjarfulltrúar
  • Flokkur fólksins 12,6% - 1 bæjarfulltrúi
  • Samfylkingin 10,3% - 1 bæjarfulltrúi
  • Miðfokkurinn 8,8% - 1 bæjarfulltrúi
  • Vinstri grænir 6,6% - 1 bæjarfulltrúi
  • Kattaframboðið 3,7% - enginn bæjarfulltrúi
  • Píratar 2,1% - enginn bæjarfulltrúi

Kjörsókn á kjörfundi í dag var rúmlega 50% en verður líklega um 60% þegar upp verður staðið; þegar utankjörfundaratkvæði hafa einnig verið talin. Skv. því hafa um 8.800 manns kosið.

Oddvitarnir níu voru spenntir rétt áður en fyrstu tölur voru lesnar upp. Frá vinstri: Sunna Hlín Jóhannesdóttir Framsókn, Heimir Örn Árnason Sjálfstæðisflokki, Brynjólfur Ingvarsson Flokki fólksins, Ásgeir Ólafsson Lie sem var í 2. sæti hjá Kattaframboðinu, Gunnar Líndal Sigurðsson L-lista, Hlynur Jóhannsson Miðflokki, Hrafndís Bára Einarsdóttir Pírati, Hilda Jana Gísladóttir Samfylkingu og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Vinstri grænum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Þær urðu fyrir vonbrigðum þegar fyrstu tölur voru lesnar upp en Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingarinnar, gat þó ekki annað en skellt upp úr þegar Hrafndís Bára Pírati sagðist, í beinni útsendingu á RUV,  grjóthörð á því að hún væri Ástþór Magnússon norðursins: „Við tökum þetta á lokasprettinum!“ sagði Hrafndís!