Fara í efni
Fréttir

Vilja kanna stuðning við kattaathvarf

Ragnheiður Gunnarsdóttir fyrir utan heimili sitt þar sem hún rak Kisukot, fyrir nokkrum árum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Möguleikar á stuðningi við rekstur kattaathvarfs voru ræddir á fundi umhverfis- og mannvirkjaráðs í vikunni og leggja þrír fulltrúar í ráðinu til við bæjarráð að kannaður verði möguleiki á fjárstuðningi við starfsemi Kisukots.

Á fundinum var lagt fram minnisblað varðandi mögulega stuðning við kattaathvarf. Andri Teitsson L-lista, Inga Dís Sigurðardóttir M-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista leggja til við bæjarráð að kannaður verði möguleiki á að styðja fjárhagslega við starfsemi Kisukots enda verði starfsemin í húsnæði sem uppfyllir reglugerðir.

Kisukot og kattaathvarf hafa áður verið í brennidepli hér á Akureyri, meðal annars vegna staðsetningar.

Segist loka Kisukoti á næstu dögum | akureyri.net