Fara í efni
Fréttir

Segist loka Kisukoti á næstu dögum

Ragnheiður Gunnarsdóttir fyrir utan heimili sitt, þar sem hún rekur Kisukot, fyrir nokkrum árum. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Ragnheiður Gunnarsdóttir, sem hefur rekið Kisukot, kattaraðstoð á Akureyri síðastliðinn áratug, segist munu loka einhvern næstu daga. Hún greindi frá þessu á Facebook síðu Kisukots í gær. Þar segir að bæjaryfirvöld hafi gert starfseminni erfitt fyrir.

„Staðreyndin er því miður sú að Kisukot mun loka núna á næstu dögum. Yfirvöld hér í bæ hafa gert okkur erfitt fyrir og ætlast til hluta sem aðrir í okkar stöðu hafa ekki þurft að gera. Sbr. að biðja um að við fáum leyfi fyrir breyttri húsnotkun. Það leyfi fæst ekki nema að uppfylltum skilyrðum sem er einfaldlega ekki hægt að uppfylla í heimahúsi. Það er fullt af fólki víðsvegar um landið sem tekur til sín í ketti í vanda og fóstrar á meðan leitað er að heimilum. Meðan ekki fæst húsnæði er ekki hægt að halda þessari starfsemi áfram,“ segir á síðu Kisukots. Þar er meðfylgjandi skjáskot birt: