Fara í efni
Fréttir

Úrskurðaður í gæsluvarðhald í viku

Konan lést í þessu fjölbýlishúsi í Naustahverfi. Mynd: Þorgeir Baldursson

Karlmaður á Akureyri hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í tengslum við andlát konu í fjölbýlishúsi í í Naustahverfi síðastliðna nótt.  Talið er að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti, að því er lögreglan tilkynnti í hádeginu. RÚV segir í kvöld að maðurinn sé grunaður um að hafa valdið dauða konunnar.

Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar málið og nýtur aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Frétt Akureyri.net fyrr í dag: