Fara í efni
Fréttir

Úrgangsmálin forsenda kolefnishlutleysis

Á meðal markmiða í aðgerðaáætlun í umhverfis- og loftslagsmálum er að hámarka hlutfall flokkaðs úrgangs sem fellur til á svæðinu. Mynd: Haraldur Ingólfsson.

Stofnun líforkuvers er á meðal markmiða sem finna má í 3. kafla aðgerðaátælunar Akureyrarbæjar í umhverfis- og loftslagsmálum sem samþykkt var í bæjarstjórn í liðinni viku. Huga þarf vel að úrgangsmálum ef markmið bæjarins um kolefnishlutleysi eiga að nást. Í 4. kaflanum er fjallað um loftgæði og heilsu. Þar er meðal annars áhersla á að svifryk fari aldrei yfir heilsuverndarmörk og aðgerðir til að draga úr myndun svifryks.

Draga úr sóun og fyrirbyggja sorpmyndun

Sveitarfélagið mun vinna að því að draga úr sóun og fyrirbyggja sorpmyndun í gegnum fræðslu og upplýsingagjöf til íbúa og hagrænum hvötum. Einnig skal leitast eftir því að endurnýta vörur og hráefni eins og mögulegt er, með hjálp viðhalds og lagfæringa þar sem það á við. Þetta verður meðal annars gert með því að styðja starfsemi sem stuðlar að aukinni endurnýtingu og viðgerðum,“ segir meðal annars í inngangi kaflans um úrgangsmál. Markmið slíkra aðgerða er að draga úr myndun sorps með betri nýtingu, efla flokkun á endurvinnanlegu sorpi og halda bænum snyrtilegum. „Bæta þarf nýtingu á lífrænum úrgangi, draga úr urðun og auka framleiðslu á verðmætum afurðum úr þeim úrgangi sem fellur til á svæðinu,“ segir þar einnig.

Akureyri.net heldur áfram að stikla á stóru í gegnum áætlunina og markmiðin sem þar eru sett fram. 

  • Græn innkaup Akureyrarbæjar
    • Draga úr umhverfisáhrifum innkaupa sveitarfélagsins.
  • Efla viðhald og lagfæringar
    • Halda tækjum og tólum lengur í notkun og efla þar með hringrásarhagkerfið.
  • Stofnun líforkuvers
    • Bæta nýtingu á lífrænum úrgangi, draga úr urðun og auka framleiðslu á verðmætum afurðum úr þeim úrgangi sem fellur til á svæðinu.
  • Evrópska nýtnivikan
    • Draga úr myndun úrgangs með því að hvetja fólk til að nýta hluti betur og lengja með því líftíma þeirra. Nýtnivikan býður um leið upp á skemmtileg tækifæri til samvinnu sveitarfélaga, atvinnulífs og íbúa.
  • Flokkun úrgangs og flokkunartunnur
    • Flokkun á starfsstöðvum bæjarins: Hámarka hlutfall flokkaðs úrgangs sem fellur til í stofnunum bæjarinis.
    • Flokkun úrgangs meðal verktaka á vegum bæjarins: Hámarka hlutfall flokkaðs úrgangs sem fellur til í bænum.
    • Flokkunartunnur: Efla flokkun á endurvinnanlegum úrgangi og halda bænum sem snyrtilegustum.
  • Bæta flokkun í íbúðum í skammtímaleigu
    • Efla flokkun á endurvinnanlegum úrgangi.
  • Draga úr matarsóun
    • Matarstefna: Stuðla að því að bærinn nái markmiðum sínum í kolefnishlutleysi, auki hagkvæmni og dragi úr matarsóun, ásamt því að stuðla að heilbrigðara mataræði.
    • Minni matarsóun: Draga úr matarsóun ásamt því að auka vitund um umhverfisáhrif matvælaframleiðslu.
    • Viðurkenningar fyrir veitingasala - matarsóunarverkefni: Úrgangur frá öllum veitingastöðum sé flokkaður, allir veitingastaðir bjóði viðskiptavinum sínum að taka afganga með sér heim og dregið sé úr matarsóun.
  • Draga úr fatasóun
    • Lengja líftíma fatnaðar sem bæjarbúar eiga.
  • Auka neysluvitund íbúa
    • Minnka rusl og umframneyslu og efla flokkun á endurvinnanlegu sorpi.

Aðgerðir til að draga úr svifryksmengun og útblæstri

Mikilvægt er að bæta loftgæði á Akureyri þar sem svifryksmengun og útblástur eru með stærri umhverfisvandamálum sem bærinn stendur frammi fyrir. ... Markmið stjórnvalda er að árið 2029 fari svifryk aldrei yfir heilsuverndarmörk af völdum umferðar og því hefur Akureyrarbær verk að vinna,“ segir meðal annars í inngangi að fjórða kafla aðgerðaáætlunarinnar. 


Á meðal þess sem vonast er til að dragi úr svifryksmengun er að íbúar noti ónegld vetrardekk, sé þess kostur. Mynd: Haraldur Ingólfsson.

Markmið aðgerða er að bæta loftgæði og auðvelda Akureyrarbæ að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum og standa við skuldbindingar sínar á því sviði.

  • Loftslagsstefna Akureyrarbæjar
    • Auðvelda bænum að ná markmiðum sínum í loftslagsmálum. Auðvelda íbúum og fyrirtækjum í bænum að taka ákvarðanir í samræmi við kvaðir bæjarins í loftslagsmálum.
  • Draga úr myndun svifryks
    • Loftgæðamælar: Hafa betri heildarsýn á loftgæði í bænum og tryggja að í mótvægisaðgerðum sé réttum viðbrögðum og forgangsröðun beitt.
    • Svifryk og almenningssamgöngur: Minnka svifryk í andrúmslofti þá daga sem hætta er á mikilli svifryksmengun. Gera bæjarbúa meðvitaða um áhrifamátt sinn til að draga úr svifryki í andrúmslofti. 
    • Vetrardekk: Draga úr svifryksmengun og sliti gatna. Íbúar hvattir til að nota ekki negld vetrardekk ef mögulegt er.
    • Endurskoðun verklagsreglna um viðbrögð við loftmengun: Draga úr loftmengun í bænum. Frá árinu 2026 fari svifryksmengun aldrei yfir heilsuverndarmörk.
  • Upplýsa íbúa um loftmengun
    • Fólk sé meðvitað um heilsufarsleg áhrif loftmengunar í andrúmslofti og hvernig sé best að bregðast við þegar mengun er mikil. 
  • Bæta umhirðu gatna
    • Bæta loftgæði og bæta ásýnd bæjarins.

Í FYRRADAG Full orkuskipti á Akureyri 2040?
Á FIMMTUDAGAðgerðaáætlun í umhverfis- og lofstlagsmálum

Akureyri.net heldur áfram að glugga í aðgerðaáætlunina á morgun þegar stiklað verður á stóru yfir markmið aðgerða í tveimur síðustu köflum aðgerðaáætlunarinnar:  

  • Græn svæði og náttúra
  • Umgengni og stjórnsýsla