Fara í efni
Fréttir

Upplýsingaóreiðan í matarboðinu

Jæja nú byrjar hún enn og aftur upplýsingaóreiðan í matarboðinu. Einn ástsælasti samkvæmisleikur þjóðarinnar þar sem öll fjölskyldan keppist heila kvöldstund að skiptast á sláandi staðreyndum, slúðri og sögusögnum án þess að þurfa nokkurn tímann að geta heimilda.

Þannig hefst grein Skúla Braga Geirdal, verkefnastjóra miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd, sem birtist á Akureyri.net í dag.

Hann vitnar i rannsókn Maskínu fyrir Fjölmiðlanefnd þar sem m.a. kom að helmingur þátttakenda sagðist halda sér upplýstum án þess að fylgjast með fréttum.

Framundan er vertíð jólamatarboða þar sem á boðstólnum verða nægar kræsingar, á borð við grafinn-hálf-sannleik, súrar-hrútskýringar, purusteiktar-ýkjur, nýbakaðan-rógburð, innbakaðan-uppspuna, úldnar-staðalímyndir, marineraða-fordóma og villibráðar-gaslýsingar. Gjarnan með fyrirvörum eins og „ætla ekkert að vera leiðinlegur en...“ eða „með fullri virðingu en...“ samt án allrar virðingar til þess eins að gefa okkur skotleyfi á allt og alla,“ segir Skúli.

  • „Það má ekkert lengur“, „hvernig á maður að geta skilið þetta“ og „þetta var nú ekki svona þegar að ég var yngri.“
  • „Nei það er ekki rétt ég var búinn að lesa... man nú ekki alveg hvar en það var alveg sláandi“

  • Smellið hér til að lesa grein Skúla Braga