Fara í efni
Fréttir

Tillaga að húsi við Hofsbót - MYNDIR

Á horni Hofsbótar og Strandgötu, hægra megin sést inn að Ráðhústorgi. Myndir: T.ark Arkitektar ehf.

Skipulagsráð Akureyrar hefur tekið jákvætt í tillögu um að húsið við Hofsbót 2 verði fimm hæðir en ekki fjórar eins og gert er ráð fyrir samkvæmt núgildandi deiliskipulagi. Hofsbót 2, þar sem nú eru tvö hús og strætóskýli, er fyrsta lóðin þar sem byggt verður samkvæmt nýlegu skipulagi miðbæjarins.

Meðfylgjandi myndir eru af tillögu sem lögð var fyrir skipulagsráð í vikunni; annars vegar er græn klæðning á húsinu, hins vegar hvít.

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að byggja fjögurra hæða hús sem getur verið 1.482 fermetrar en ný tillaga arkitekta, fyrir hönd eiganda lóðarinnar, gerir ráð fyrir að fimm hæða húsi sem verður 1.636 fermetrar. Eru efstu tvær hæðirnar inndregnar. Þá er einnig gert ráð fyrir að byggingarreitur á norðurhorni og suðurhorni lóðar stækki lítillega.

Valdimar Grímsson í sóknarhug