Fara í efni
Fréttir

Tæplega 1.200 búin að kjósa um skipulagið

Tæplega 1.200 búin að kjósa um skipulagið

Tæplega 1.200 manns höfðu nú um hádegisbil tekið þátt í íbúakosningu um breytingu á aðalskipulagi Oddeyrar sem hófst í gær og stendur til mánudags. Samkvæmt Þjóðskrá uppfylla tæplega 14.800 íbúar skilyrði til þátttöku þannig að til þessa hafa 8,1% þeirra kosið.

Allir íbúar með lögheimili í sveitarfélaginu, 18 ára og eldri, geta tekið þátt í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar. Til að komast þar inn þarf Íslykil eða rafræn skilríki. Þegar komið er inn í þjónustugáttina á að velja Kannanir úr stikunni, smella síðan Oddeyri – ráðgefandi íbúakosning og þá birtast möguleikarnir sem hægt er að velja á milli.

Þrír möguleikar

Valið er á milli þriggja kosta sem fela í sér mismunandi hámarkshæð bygginga á svæðinu, en auk þess er hægt að taka þátt án þess að taka afstöðu með því að merkja við fjórða kostinn. Hver og einn íbúi hefur eitt atkvæði.

Kostirnir þrír eru þessir:

  • Gildandi aðalskipulag, 3 til 4 hæðir.
  • Tillaga þar sem hús geta verið 5 til 6 hæðir, 22 metra yfir sjávarmáli að hámarki, þó aldrei hærri en 4 hæðir syðst á reitnum.
  • Auglýst tillaga þar sem hús geta verið 6 til 8 hæðir, 25 metrar yfir sjávarmáli að hámarki

Smellið hér til að lesa frétt Akureyri.net frá því í gær. Þaðan er hægt að fara inn í þjónustugátt til að kjósa.