Fréttir
Sundlaug Akureyrar lokuð þrjá daga í vikunni
Sundlaug Akureyrar verður lokuð í þrjá daga í þessari viku, frá og með miðvikudeginum 7. janúar til og með föstudegi 9. janúar.
Fram kemur í tilkynningu að lokunin er vegna endurnýjunar á rafmagnstöflu. Opnað verður á ný laugardaginn 10. janúar kl. 9.