Fara í efni
Fréttir

Stillt upp á lista Samfylkingarinnar

Mynd af vef Samylkingarinnar á Akureyri.

Stillt verður upp á framboðslista Samfylkingarinnar á Akureyri fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor. Tillaga stjórnar félagsins þar að lútandi var samþykkt einróma á félagsundi í gær. Þetta kemur fram á vef félagsins.

„Tillaga stjórnar fól jafnframt í sér að skipa sérstaka uppstillingarnefnd. Formaður og tengiliður uppstillingarnefndarinnar er Unnar Jónsson. Nefndinni er falið það verkefni að stilla upp öflugum og fjölbreyttum lista jafnaðarfólks sem sækir fram til sigurs í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri í vor,“ segir í tilkynningunni.