Fara í efni
Fréttir

Standa vörð um öryggi og réttindi sjúklinga

Heilsuhagur – hagsmunasamtök notenda heilbrigðisþjónustu er almannaheillafélag sem Málfríður Stefanía Þórðardóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir á Akureyri, hefur stofnað ásamt tveimur öðrum. Allar þrjár eru heilbrigðisstarfsmenn til fjölda ára. Markmiðið er að standa vörð um öryggi og réttindi sjúklinga og um leið efla vitund neytenda um réttarstöðu sína og samtakamátt. Þetta kemur fram í grein sem birtist á Akureyri.net í morgun.

Í greininni segja þær að sárlega vanti tengilið sem leiðbeini sjúklingum og tryggi upplýsingaflæði til þeirra. „Eftir áratuga langt starf innan heilbrigðiskerfisins fannst okkur höfundunum, sem allir erum hjúkrunarfræðingar, því tímabært að gera eitthvað í málunum og höfum því stofnað almannaheillafélag sem hefur þau markmið að standa vörð um öryggi og réttindi sjúklinga og um leið efla vitund neytenda um réttarstöðu sína og samtakamátt. Félagið munu starfa á breiðum grunni. Við viljum tengja saman fleiri almannaheillafélög ásamt því að auka fræðslu og stuðning til almennings og ekki síst til heilbrigðisstarfsfólks. Það er ekki síður fórnarlömb í mistakamálum því sannarlega er aldrei ásetningur til staðar heldur röð atburða sem leiða til skaða. Við munum einnig leggja okkur fram um að taka þátt í umræðu í samfélaginu sem snýr að gæðum og öryggi heilbrigðisþjónustu. Við viljum beita okkur fyrir lagabreytingum og/eða lagasetningum til varnar og hagsbóta fyrir bæði neytendur og veitendur heilbrigðisþjónustu á Íslandi.“

Smellið hér til að lesa grein þremenninganna.