Fara í efni
Fréttir

Skemmtistaðurinn Hlíðarfjall opinn!

Myndir: Þorgeir Baldursson

Fólki var hleypt í skíðabrekkurnar í Hlíðarfjalli í dag í fyrsta skipti í vetur. Veður var fallegt, kalt, logn og svolítil ofankoma og það leyndi sér ekki að mörgum þykir það gleðidagur þegar þessi vinsæli skemmtistaður er opnaður. Þorgeir Baldursson var í fjallinu í dag vopnaður myndavélinni.

Langt er síðan göngusvæðið var opnað en nú hafa þeir erindi sem erfiði sem mæta með svigskíði sín og bretti.

Aðeins neðri hluti svæðisins verður opinn fyrst um sinn þar sem enn vantar nokkuð af sjó til þess að óhætt sé að hleypa umferð á allar brekkurnar. Hólabraut og Hjallabraut verða opnar, svo og Töfrateppið.

Smellið hér til að sjá hvenær opið verður um jól og áramót.

Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli í Töfrateppinu sem byggt var yfir í haust.