Fara í efni
Fréttir

Skemmdarvargar á ferð á Þórssvæðinu

Skemmdarvargar á ferð á Þórssvæðinu

Starfsmanni íþróttafélagsins Þórs var ekki skemmt í morgun þegar hann mætti til vinnu. Sá þá að einhverjum nátthrafninum virðist hafa verið mjög í nöp við varamannaskýlin við knattspyrnuvöll félagsins og lagt sig í líma við að eyðileggja þau. Hugsanlega skemmt sér við það.