Segir guðsmanninn ekki þurfa að óttast

Friðbjörn Sigurðsson, læknir á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk), segir viðskiptavini stofnunarinnar geta haft samband við presta og djákna þjóðkirkjunnar allan sólarhringinn. Þetta kemur fram í grein hans á Akureyri.net í dag.
Tilefnið er grein séra Sindra Geirs Óskarssonar fyrir helgi þar sem hann fjallaði um mikilvægi sálgæslu en þjónustan væri ekki í boði á SAk. Kvaðst hann vonast til þess að þurfa ekki að deyja á stofnuninni meðan þessi þjónusta væri í lamasessi.
„Þegar greinin er lesin nánar sést að hún snýst um áhyggjur mannsins af því að ekki sé sérstakur sálgæslumaður á launaskrá hjá sjúkrahúsinu, svo sem djákni eða prestur,“ segir Friðbjörn meðal annars.
„Þar sem ég var í mínu sérnámi í læknisfræði á sjúkrahúsum erlendis kynntist ég því hversu mikilvæg sálgæsla trúarhópa gat verið. Þar datt hins vegar engum í hug að þeir ættu að vera á launum hjá heilbrigðisþjónustunni, heldur var það hver söfnuður sem sá um sitt fólk.“
Smellið hér til að lesa grein Friðbjörns.