Fara í efni
Fréttir

Samstillt átak brýnt í ferðaþjónustu

Ljósmynd: Snæfríður Ingadóttir

Miðað við hraðan viðsnúning ferðaþjónustunnar og væntingar um aukin umsvif um Akureyrarflugvöll er Norðurland ekki í stakk búið til að taka við þeim fjölda gesta sem vonir eru um að heimsæki landshlutann. Þetta kemur fram í skýrslu KPMG sem gefin var út í síðustu viku. Guðmundur Freyr Hermannsson verkefnastjóri á ráðgjafarsviði KPMG á Akureyri fjallar um málið í grein sem birtist á Akureyri.net í morgun þar sem hann spyr: Er Norðurland sprungið?

„Byggt á forsendum og væntingum um komur erlendra ferðmanna til Íslands, innlenda eftirspurn og beint flug til Akureyrarflugvallar eru vísbendingar um að gistirými á Norðurlandi anni ekki þeim fjölda ferðamanna sem áætlað er að komi á Norðurlandið. Gangi áætlanir eftir liggur fyrir að nánast hvert einasta hótelherbergi á Norðurlandi þyrfti að vera í notkun yfir sumarmánuðina 2023 til að anna þeim fjölda gesta sem áætlaður er,“ skrifar Guðmundur meðal annars.

Hann bendir þó á að horfast verði í augu við það að á Norðurlandi sé veruleg árstíðarsveifla „og því er talið afar mikilvægt að hér muni eiga sér stað samstillt átak allra aðila sem að ferðaþjónustunni koma. Á það við um hagsmunasamtök, ferðaþjónustuaðila almennt og sveitarfélögin á svæðinu sem þurfa að vinna markvisst að eflingu ferðaþjónustunnar utan háannar.“

Smellið hér til að lesa grein Guðmundar Freys.