Fara í efni
Fréttir

„Ómenning“ – Skíði og áfengisdrykkja

„Löngum hefur verið talið að útivera og íþróttir séu lykilatriði í að koma í veg fyrir áfengisneyslu ungmenna. Viljum við senda þeim þau skilaboð að skíði og áfengi eigi samleið?“

Þannig kemst Adolf Ingi Erlingsson að orði í grein sem birtist á Akureyri.net í dag. Adolf Ingi er Akureyringur, brottfluttur skíðamaður eins og hann kýs að titla sig, leiðsögumaður og kunnur íþróttafréttamaður á árum áður. Í ár eru 50 ár frá því hann fór fyrst á skíði í Hlíðarfjalli og síðan hefur fjallið verið einn uppáhaldsstaður hans.

Adolf Inga brá í brún á dögunum að sjá fjölda fólks sitja að áfengisdrykkju í hádeginu við Strýtuskálinn, jafnvel með börnum sínum og barnabörnum.

„Nú skal tekið fram að ég er enginn bindindismaður eins og þeir vita sem þekkja mig, en ég er hinsvegar á því að flest eigi sinn stað og sína stund. Það á ekki við um áfengisdrykkju á skíðasvæði snemma dags. Hvað þá innan um börn og unglinga sem eru þarna til að njóta heilnæmrar útiveru.“

Smellið hér til að lesa grein Adolfs Inga