Fara í efni
Fréttir

Mjög góð aðsókn í blóðsykursmælingu

Eydís Eyþórsdóttir og Ólafur Sveinn Traustason alsæl með niðurstöðu mælingarinnar. Synir þeirra, Eyþ…
Eydís Eyþórsdóttir og Ólafur Sveinn Traustason alsæl með niðurstöðu mælingarinnar. Synir þeirra, Eyþór Ingi og Ingvar Óli fylgjast með. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Margir hafa nýtt sér boð Lionsmanna um blóðsykursmælingu á Glerártorgi í dag. Mælingin hófst klukkan 13.00 og stendur til 16.00. Meðal þeirra sem hafa látið mæla blóðsykurinn eru hjónin Ólafur Sveinn Traustason og Eydís Eyþórsdóttir. Akureyri.net greip þau glóðvolg, enda er ritstjórnin staðsett við hlið Lionsmanna og verður fram eftir degi að kynna fjölmiðilinn. Hjónin sögðust afar sátt með útkomu mælingarinnar.

Nánar hér um blóðsykursmælinguna.