Fréttir
Miklar líkur á að Hlynur leiði Miðflokkinn áfram
20.11.2025 kl. 17:00
Hlynur Jóhannsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins, hefur í hyggju að leiða lista flokksins við bæjarstjórnarkosningarnar næsta vor. Hann staðfestir þetta í svari við fyrirspurn akureyri.net.
Hlynur hefur leitt framboðslista Miðflokksins í tvennum síðustu kosningum og hefur því setið átta ár í bæjarstjórn þegar kjörtímabilinu lýkur. Flokkurinn hefur átt einn fulltrúa í bæjarstjórn síðustu tvö kjörtímabil.
Svar Hlyns var stutt og laggott:
Já það eru miklar líkur á því að ég muni leiða listann okkar í næstu sveitarstjórnarkosningum.
Kosið verður til sveitarstjórna 16. maí í vor.