Fara í efni
Fréttir

Mikilvægi góðrar þjóðfélagsumræðu

Mikilvægi góðrar þjóðfélagsumræðu

„Einu sinni þekkti ég skapstóran smástrák sem þoldi ekki að tapa í fótbolta. Einhverju sinni fór hann heim til sín eftir sárt tap og fékk útrás með því að sparka í heimilisköttinn.“ 

Þannig hefur Sigurður Kristinsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, pistil dagsins á Akureyri.net. Sigurður var einn fimm heimspekinga sem skrifaði grein í Fréttablaðið á dögunum, Áleitnar spurningar um Ísland sem tilraunaland, og hlutu þeir bágt fyrir hjá Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Sigurður segir „kettina“ ekki kveinka sér undan barnalegum viðbrögðum en þau veiti ágætt tilefni til að velta fyrir sér mikilvægi góðrar þjóðfélagsumræðu.

Pistill Sigurðar