Fréttir
Meira af hefðum og um jólin í „eldgamla daga“
29.12.2025 kl. 16:30
Fjórir jólapistlar eftir nemendur í Lundarskóla birtast á akureyri.net í dag, fimmta daginn í röð. Nemendur í 9. og 10. bekk fengu það verkefni hjá Jóni Heiðari Magnússyni íslenskukennara að skrifa ritgerð á aðventunni og hluti þeirra birtist hér, lesendum vonandi til fróðleiks og skemmtunar.
Nemendur Jóns Heiðars í 10. bekk áttu að taka viðtal við foreldra sína um hvernig jólin voru í gamla daga og bera þau saman við hvernig jólahaldið er í dag. Nemendur hans í 9. bekk áttu hins vegar að gera ritunarverkefni um jólahefðir sínar og lýsa þeim ítarlega.
Þessi pistlar birtast í dag, smellið á rauða letrið til að lesa.
- JÓLAHEFÐIRNAR MÍNAR – Fanney Mjöll Jónsdóttir
- JÓLAHEFÐIRNAR MÍNAR – Björk Harðardóttir
- JÓLIN Í ELDGAMLA DAGA – Helgi Þórunn Gísladóttir
- JÓLIN Í ELDGAMLA DAGA – Friðrika Sif Ágústsdóttir
Nokkrir pistlar nemenda Lundarskóla birtast á morgun og þeir síðustu á gamlársdag.