Fara í efni
Fréttir

Margir EM-farar komu smitaðir heim

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Ólafur Gísli Hilmarsson, Kristinn Hreinsson Baldur Guðnason og Krist…
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Ólafur Gísli Hilmarsson, Kristinn Hreinsson Baldur Guðnason og Kristján Arason. Akureyringarnir þrír á milli hafnfirsku hjónanna eru allir smitaðir.

Margir þeirra Akureyringa sem skelltu sér til Búdapest og fylgdust með íslenska landsliðinu í riðlakeppni EM í handbolta eru smitaðir af Covid-19. Flestir eru einkennalausir eða einkennalitlir, eftir því sem næst verður komist.

„Margir hafa talað um að þetta væri bara kvefskítur, en það sem ég fékk var vel rúmlega það, beinverkir og tilheyrandi,“ segir Kristinn Hreinsson við Akureyri.net. „Veikindin herjuðu þó ekki á matarlystina – hún minnkar ekki!“ segir Kristinn og hlær. „Og ég held sem betur fer bæði bragð- og lyktarskyni.“ Kristinn hefur dvalið í sumarbústað sínum síðustu daga í einangrun, og birti einmitt myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann var að undirbúa þorrablót fyrir einn! 

Fríður Gunnarsdóttir, sem var í Búdapest ásamt Bjarna Bjarnasyni eiginmanni sínum og fleira fólki, segir eiginmanninn eldhressan í dag en „ég er ekki eins góð. Það er eins og ég sé sólarhring á eftir honum í þessu.“ Fríður sér þó síður en svo eftir að hafa skellt sér til Búdapest, þótt hjónin hafi fengið Covid. „Þetta var frábær ferð með skemmtilegu fólki - og við sáum þrjá sigurleiki,“ segir hún.

Frábær félagsskapur og mögnuð stemning

Ólafur Hilmarsson og hjónin, Bjarni Bjarnason og Fríður Gunnarsdóttir í Búdapest.