Fara í efni
Fréttir

Lokabaráttan um sæti í efstu deild að hefjast

Þórsarar fagna sigri á Fjölni í Íþróttahöllinni á Akureyri í nóvember. Fagna þeir í kvöld? Mynd: Skapti Hallgrímsson

Fyrsti leikur Þórs og Fjölnis í umspilskeppni um sæti í efstu deild karla í handbolta næsta vetur, Olísdeildinni, fer fram í Reykjavík í kvöld. Leikið verður í Fjölnishöllinni, sem mun vera hluti Egilshallar og flautað til leiks kl. 18.00.

Vinna þarf þrjá leiki til þess að sér sæti í Olísdeildinni. Tvö lið ná því takmarki; ÍR-ingar urðu efstir í Grill66 deildinni, næst efstu deild Íslandsmótsins, og annað hvort Þór eða Fjölnir fylgir Breiðhyltingum þá eftirsóttu leið.

Þórsarar unnu Hörð í oddaleik á Ísafirði á þriðjudagskvöldið en Fjölnir, sem leikur þriðja árið í röð í úrslitum umspilsins, slapp við þátttöku í undaúrslitunum .

Viðureignir Þórs og Fjölnir hafa verið hnífjafnar og æsispennandi. Þórsarar unnu fyrir deildarleikinn á heimavelli í nóvember, 27:26, og Fjölnismenn fögnuðu síðan einnig eins marks sigri, 26:25, í Fjölnishöllinni í byrjun síðasta mánaðar.

Hópur stuðningsmanna Þórs hélt til Reykjavíkur í morgun með rútu og heldur af stað heim á ný strax að leik loknum. Ástæða er til að hvetja Þórsara á höfuðborgarsvæðinu til þess að leggja leið sína í Fjölnishöll og hvetja Þórsstrákana til sigurs.

Næstu tveir leikir í einvíginu:

  • Þriðjudag 23. apríl, Þór - Fjölnir í Höllinni á Akureyri kl. 18.30
  • Föstudag 26. apríl, Fjölnir - Þór í Egilshöll kl. 19.30

Komi til fjórða og fimmta leiks verða þeir sem hér segir:

Mánudag 29. apríl, Þór - Fjölnir í Höllinni á Akureyri kl. 19.30

Fimmtudag 2. maí, Fjölnir - Þór í Egilshöll kl. 19.30

Leikir umspilsins verða sendir út á Handboltapassanum.