Fara í efni
Fréttir

KA-strákarnir úr leik í Evrópudeildinni

Strákarnir í 2. flokki KA léku seinni leik sinn gegn gríska liðinu PAOK úti í Grikklandi í gær í 2. umferð Evrópukeppni ungmennaliða 19 ára og yngri. Rétt eins og í fyrri leiknum á Akureyri unnu Grikkirnir 2:0 sigur og KA er því úr leik.

KA tryggði sér rétt til að leika í Evrópukeppninni með því að landa Íslandsmeistaratitlinum í 2. flokki í fyrra. Strákarnir slógu lettneska liðið FS Jelgava út í fyrstu umferðinni en hið geysisterka lið PAOK reyndist númeri of stórt að þessu sinni. Mörkin í leiknum í gær komu bæði undir lokin en þrátt fyrir tap í báðum leikjum gegn Grikkjunum mega KA-menn vera sáttir við frammistöðu sína í viðureigninni.

Að fá tækifæri til að taka þátt í Evrópukeppni og spila alvöru keppnisleiki gegn erlendum andstæðingum er sannarlega bæði eftirminnileg upplifun og lífsreynsla fyrir unga íþróttamenn og stórt innlegg í reynslubankann að auki. 

Leikskýrslan á vef UEFA.