Fara í efni
Fréttir

Jarðskjálfti við Grímsey – 5 að stærð

Jarðskjálfti varð rétt austan við Grímsey kl. 05:20 í nótt og við fyrsta mat mældist hann 5,0 að stærð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Skjálfti mældist á svipuðum slóðum í fyrrinótt og mældist hann 4,7.
 
Talsverð eftirskjálftavirkni fylgir og má búast við að eftirskjálftar geti orðið allt að 3,8 að stærð, segir í tilkynningunni.
 
Veðurstofunni hafa borist fjölmargar tilkynningar um að skjálftinn hafi fundist í byggð, m.a. frá Akureyri, Húsavík og Dalvík.
 
Kortið hér að neðan, sem Veðurstofan sendi út í nótt, sýnir staðsetningu skjálftans: