Fara í efni
Fréttir

Ingvi Rafn Jó­hanns­son – minningar

Mynd af Ingva Rafni: Þórhallur Jónsson.

Útför Ingva Rafns Jóhannssonar, raf­virkja­meist­ara og söngv­ara, verður frá Akureyrarkirkju í dag, þriðjudag 2. apríl, kl. 13.00. Ingvi Rafn fædd­ist á Ak­ur­eyri 1. janú­ar 1930. Hann lést 13. mars síðastliðinn.

For­eldr­ar Ingva Rafns voru hjón­in Jó­hann Ó. Har­alds­son, tón­skáld og end­ur­skoðandi KEA, og Þor­björg Stef­áns­dótt­ir, sem lést úr berkl­um þegar Ingvi var tæp­lega tveggja ára. Seinni kona Jó­hanns og stjúp­móðir Ingva Rafns var María Kristjáns­dótt­ir.

Eig­in­kona Ingva Rafns var Sól­veig Jóns­dótt­ir frá Aðal­vík, f. 1932, d. 2002. Börn þeirra eru átta; Þorbjörg, Sólveig Sigurrós, Svanfríður, María Björk, Katrín Elfa, Eyrún Svava, Jóhann Ólafur og Ingvi Rafn.

Ingvi Rafn Jóhannsson – lífshlaupið

Eftirtalin skrifa minningargrein um Ingva Rafn á Akureyri.net í dag. Smellið á nöfn höfunda til að lesa grein.

María Björk Ingvadóttir

Hólmar Erlu Svansson

Hildur María Hólmarsdóttir Bergmann

Haraldur Hauksson

Íþróttafélagið Þór