Fara í efni
Fréttir

Hvetur til breytinga á fasteignaskatti

Sigurður J. Sigurðsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar á Akureyri, hvetur sveitarstjórnarmenn og þingmenn til að ígrunda breytingu á fasteignaskatti sem auðvelt væri að koma til framkvæmda vegna gjalda á árinu 2023. Akureyri.net birtir í dag grein Sigurðar um málið. 

„Allir sem þekkja til breytinga á fasteignamati vita að slíkar breytingar endurspegla verð fasteigna sem ganga kaupum og sölu. Fyrir þá sem eru að selja eignir eða kaupa er þetta ákveðin mælistika. Breytingar sem verða langt umfram almenna verðlagsþróun og launabreytingar auka á útgjöld húsnæðiseigenda. Þessi aðferð við að reikna afgjald af fasteignum í sveitarsjóði, sem byggir á fasteignamati er röng. Sveiflur í fasteignaverði eiga ekki að ákvarða tekjustofna sveitarfélaga. Það þarf líka að hafa í huga að fasteignamat getur líka lækkað. Það er líka óréttlátt að eignir af sömu stærð greiði mismunandi fasteignaskatt eftir aldri eigna í sama sveitarfélagi,“ skrifar Sigurður J. Sigurðsson.

Smellið hér til að lesa greinar Sigurðar