Fara í efni
Fréttir

Hvetur Akureyringa til að kjósa óbreytt skipulag

Mynd af vefnum Oddeyri.is - „Módelmynd Akureyrarbæjar sem sýnir leyfilega hæð og umfang bygginga skv…
Mynd af vefnum Oddeyri.is - „Módelmynd Akureyrarbæjar sem sýnir leyfilega hæð og umfang bygginga skv. gildandi Aðalskipulagi. Nánari útfærsla á útliti, staðsetningu byggingarreita o.þ.h. er skilgreind í deiliskipulagi. Mynd: Skipulagssvið Akureyrarbæjar,“ segir þar.

Jón Hrói Finnsson, sem er andvígur tillögum að breytingum á aðalskipulagi Akureyrar vegna Oddeyrar, hefur stofnað vefsíðuna oddeyri.is í tilefni ráðgefandi íbúakosningar sem fram fer í lok mánaðarins. Jón Hrói birtir þar ýmsar upplýsingar um málið og hvetur fólk til þess að kjósa með óbreyttu skipulagi.

Mikið hefur verið fjallað um hugmyndir að uppbyggingu á Gránufélagsreitnum neðst og syðst og Oddeyri, þar sem SS Byggir hefur kynnt hugmyndir að stórum íbúðarhúsum.

„Í tillögunum er afmarkaður lítill reitur á Oddeyrinni þar sem leyfileg hámarkshæð bygginga er hækkuð verulega umfram gildandi skilmála um 3-4 hæðir. Breytingarnar eru í hróplegu ósamræmi við yfirlýsta stefnu bæjarstjórnar um að sérkenni bæjarins skulu varðveitt með áherslu á fallega og heildstæða bæjarmynd. Hærri byggð á þessum stað myndi vega illa að þeim menningarsögulegu minjum sem Gránufélagshúsin eru og passar engan vegin inn i þá lágreistu byggð sem fyrir er á Oddeyrinni,“ segir Jón Hrói.

„Íbúar Akureyrar eru hvattir til að greiða atkvæði með óbreyttu skipulagi til að koma í veg fyrir það skipulagsslys sem er í uppsiglingu,“ segir Jón Hrói á vefnum.

Smellið hér til að fara inn á vef Jóns Hróa.