Fara í efni
Fréttir

Hvernig hef ég áhrif? spyr nýr pistlahöfundur

Auður H. Ingólfsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur, hefur bæst í hóp pistlahöfunda Akureyri.net. Fyrsti pistill Auðar birtist í dag; Hvernig hef ég áhrif? kallar hún pistilinn. 

„Loftslagskvíði er nýyrði sem heyrist æ oftar. Á okkar dynja hamfarafréttir um loftslagsbreytingar af mannavöldum. Sífellt er hamrað á mikilvægi allskyns breytinga á lífsstíl: Ekki fljúga, ekki borða rautt kjöt, ekki keyra bíl! Við erum gerð ábyrg fyrir vandanum en á sama tíma er samfélagsgerðin með þeim hætti að allt umhverfið ýtir undir meiri neyslu,“ segir Auður í upphafi pistilsins og spyr síðan: Hvernig breytum við kerfi um leið og við þurfum öll að lifa innan þessa sama kerfis?

Smellið hér til að lesa fyrsta pistil Auðar