Fara í efni
Fréttir

Hvarf Jónas í skugga staðalmyndanna?

Frá sýningu um Jónas Hallgrímsson í Amtsbókasafninu á Akureyri sem opnuð var 16. nóvember 2007, í ti…
Frá sýningu um Jónas Hallgrímsson í Amtsbókasafninu á Akureyri sem opnuð var 16. nóvember 2007, í tilefni 200 ára fæðingarafmælis skáldsins og náttúrufræðingsins. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Dagur íslenskrar tungu er runninn upp, 16. nóvember – afmælisdagur Jónasar Hallgrímssonar sem kalla má fyrsta nútímaskáld Íslendinga, skáldið sem fann fegurð íslenskrar náttúru og sameinaði íslenska ljóðhefð og erlend kveðskaparáhrif – og hann einn hefur verið kallaður „listaskáldið góða“.

Tryggvi Gíslason, magister og fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri, fjallar um Jónas í aðsendri grein í dag. „Í vitund þjóðarinnar hafa einkum verið dregnar upp af honum fjórar myndir. Segja má að allt séu þetta staðalmyndir, og þótt þær séu ólíkar, renna þær stoðum undir þá skoðun, að maðurinn Jónas Hallgrímsson hafi horfið í skugga staðalmyndanna,“ segir Tryggvi meðal annars.

 Grein Tryggva má sjá hér.