Fara í efni
Fréttir

Hús verður til á svæði Nökkvamanna

Hús verður til á svæði Nökkvamanna

Vinna hófst um síðustu helgi við að reisa langþráð hús siglingaklúbbsins Nökkva við Höepfnersbryggju og er byggingin þegar farin að taka á sig mynd. Verði veður hagstætt næstu vikur er jafnvel talið mögulegt að ljúka uppsetningu hluta hússins fyrir jól, en byrjað var á þeim hluta þar sem búningsaðstaða verður. Það er byggingafyrirtækið Sigurgeir Svavarsson ehf sem reisir húsið. Myndin var tekin í gær.

Nánar um nýja húsið