Fara í efni
Fréttir

Hópur fólks skrifar fjölbreytta pistla

Hildur Eir Bolladóttir og Sigurður Kristinsson eru í hópi fólk sem skrifar reglulega pistla á Akurey…
Hildur Eir Bolladóttir og Sigurður Kristinsson eru í hópi fólk sem skrifar reglulega pistla á Akureyri.net.

Hópur fólks skrifar reglulega pistla á Akureyri.net. Þar verður fjallað um allt milli himins og jarðar, í sumum tilfellum mál tengd Akureyri en hreint ekki alltaf. Tveir pistlar birtast í viku hverri og það eru Sigurður Kristinsson, heimspekingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, og Hildur Eir Bolladóttir, prestur við Akureyrarkirkju, sem ríða á vaðið. Tveir aðrir pistlahöfundar verða kynntir til leiks í næstu viku.

PISTLARNIR