Fara í efni
Fréttir

Hópur alkóhólista ræðir unglingadrykkju

Samkvæmt rannsókn Fjölmiðlanefndar og Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands eiga 95% barna í 4.-7. bekk og 98% unglinga í 8.-10. bekk á Íslandi eigin farsíma.

Farsímanotkun í skólum hefur verið í brennidepli síðustu mánuði. Í grein sem birtist á Akureyri.net í dag fjallar Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd, um ýmislegt sem mikilvægt er að hafa í huga varðandi símasáttmála í grunnskólum.

„Við gáfum þeim tækin, leyfðum þeim að sækja öpp sem þau höfðu ekki aldur til að nota og höfðum síðan ekki tíma til að hafa eftirlit með þeim. Síðan furðum við okkur á þeim afleiðingum sem þetta hefur alltsaman haft og hver beri ábyrgð á því,“ skrifar Skúli í greininni.

Hann segir einnig:

„Þótt við ölumst upp í umhverfi með bílum, þýðir það ekki að við kunnum að keyra þá. Hvað myndi gerast ef við myndum senda börn út í umferðina án þess að kenna þeim umferðarreglurnar?

Stafrænn veruleiki skipar sífellt stærri sess og við verðum óróleg um leið og við missum nettenginguna. Símar eru allsstaðar í daglegu lífi og við höldum þeim nær en okkar eigin börnum. Eins og hópur af alkóhólistum ræðum við síðan um það hvernig við getum dregið úr unglingadrykkju.“

Smellið hér til að lesa grein Skúla Braga