Fara í efni
Fréttir

Hjálparsímanum er ekkert óviðkomandi

Fjallað er um Hjálparsímann 1717 og netspjallið 1717.is í pistli vikunnar frá starfsfólki Rauða krossins við Eyjafjörð. Síminn og spjallið er alltaf opið, trúnaði og nafnleynd heitið og þjónustan er ókeypis, segir í pistlinum.

Í pistlinum segir meðal annars: „Dæmi um erindi sem koma inn til Hjálparsímans eru einmanaleiki, þunglyndi, kvíði, sjálfsvígshugsanir, sjálfskaði, átraskanir, geðraskanir, sorg, áföll, fjármál, námsörðugleikar, húsnæðisvandamál, atvinnuleysi, rifrildi, ástarmál, fordómar, barnaverndarmál, kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi og einelti, heilbrigðisvandamál, neysla, fíknivandi, kynferðismál, kynlíf, getnaðarvarnir og kynsjúkdómar. Þessi listi er á engan hátt tæmandi því hlutverk Hjálparsímans 1717 er mjög víðtækt í þeim skilningi að vera til staðar fyrir öll þau sem þurfa að ræða sín hjartans mál í trúnaði og einlægni við hlutlausan aðila. Ekkert er Hjálparsímanum óviðkomandi.“

Smellið hér til að lesa pistilinn.