Fara í efni
Fréttir

Háskólar ekki lengur menntastofnanir?

Málefni háskóla og vísinda er meðal þess sem fært var á milli ráðherra við stjórnarskiptin í gær. Sigurður Kristinsson, prófessor við Háskólann á Akureyri og pistlahöfundur Akureyri.net gerir það að umtalsefni í pistli dagsins. Hann segir marga hugsi yfir breytingunum? „Hver er tilgangurinn? Hvaða hugmyndir liggja að baki? Hverjar verða afleiðingarnar?“ spyr Sigurður meðal annars.

„Fram til þessa hafa þessi háskólamál heyrt undir sama ráðherra og fræðslumál, þar á meðal málefni leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, lýðskóla, tónlistarskóla, framhaldsfræðslu og listaskóla. Starfsheiti þess ráðherra hefur jafnan verið menntamálaráðherra eða (frá 2009) mennta- og menningarmálaráðherra. Nú ber svo við að málaflokkum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins hefur verið skipt á milli fjögurra ráðherra: Ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, Mennta- og barnamálaráðherra, sem fer með fræðslumál, Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og loks Vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem núna fer með málefni vísinda og rannsókna, þar á meðal háskóla. Ráðherravald í málefnum háskóla er þannig í höndum annars ráðherra, úr öðrum stjórnmálaflokki, en ráðherravald í menntamálum almennt.“

Smellið hér til að lesa pistil Sigurðar.